Þóra Guðrún Pálsdóttir

11.03.2011 19:19

PASSÍUSÁLMAR

Passíusálmar voru lesnir á þessum tíma vetrar á því heimili, þar sem ég ólst upp. Faðir minn las sálmana og einnig Vigfúsar hugvekjur sem pössuðu við efni sálmanna, ein hugvekja við hvern sálm. Ég man ekki svo mikið eftir þessu en þó man ég eftir að hafa legið upp í rúmi tilbúin undir svefninn, því lesið var á kvöldin og enn í dag get ég stundum haldið áfram með setningar ef ég heyri fyrripart lesinn. Þetta voru bestu skilyrði hjá mér að hlusta og mér fannst Jesús hafa verið góður. Að auki fékk ég tilfinningu fyrir rími og stuðlum. Það er svo miklu léttara að læra og muna það, sem þannig er tilreitt, annars eins og vanti matarlím í búðing, setningar loða ekki saman í minninu. Ég læt hér koma 6 vers úr fyrsta sálmi.

 

                                    1.Sálmur

Um herranns Kristi útgang í grasgarðinn.

                        Með himnalag


1. Upp  mín sál og allt mitt geð,

    upp mitt hjarta og rómur með.

    Hugur og tunga hjálpi til,

    Herrans pínu ég minnast vil.


2. Sankti Páll skipar skyldu þá:

    Skulum vér allir jörðu á

    kunngjöra þá kvöl og dapran deyð,

    sem Drottinn fyrir oss auma leið.


3. Ljúfan Jesúm til lausnar mér

    langaði víst að deyja hér,

    mig skyldi og lyst´ að minnast þess

    mínum Drottni til þakklætis.


4.  Innra mig loksins angrið sker,

    æ, hvað er lítil rækt í mér.

    Jesús er kvalinn í minn stað,

   of sjaldan hefi ég minnst á það.


5.  Sál mín skoðum þá sætu fórn

    sem hefur oss við Guð Drottinn vorn

    fordæmda aftur forlíkað,

    fögnuður er að hugsa um það.


6.  Hvað stillir betur hjartans böl

     En heilög Drottins pín´og kvöl?

     Hvað heftir framar hneyksli og synd

     en Herrans Jesú blóðug mynd. 

                                   
(Úr útgáfu 1947 eftir handriti höf.)

Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 75264
Samtals gestir: 15466
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 14:32:16

Eldra efni

Tenglar