Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2007 Febrúar

19.02.2007 22:34

Afmælisdagur Andra Þórs

         Kæri dóttursonur minn Andri!

Óska þér innilega til hamingju með 17 afmælisdaginn.  fyrirgefðu að ég  var búin að gleyma honum.  Það er búið að vera svo margt haustfólk í kringum mig allt frá æsku.  Daníel bróðir minn átti afmæli 20 sept.  Ég 21 sept.  Eldri bróðir minn 11nóvember.  Móðir mín 1 desember og faðir minn 16 des.  Svo kom Sæmundur afi þinn 13 nóv.  Mamma þín 12 nóv. og Hrefna systir þín 13 nóv.  Anna móðursystir þín 13 sept.  Hennar sonur Sigurd 24 nóvember.  Jóhannes Páll móðurbróðir þinn 6.okt.  Sara dóttir hans 2 okt.  Anna systir hennar 27 okt.  Pálína bróðurdóttir mín 9 des.  Hvernig fórstu eigilega að því að hafna samfloti með þessum haustelska lýð og fæðast með hækkandi sól?  Já áður en ömmu gömlu dettur í hug að hún þurfi að leiða hugann að afmælum yrirleitt.  Jólin svo til nýlega liðin.  Jú Bára frænka á afmæli í janúar.  Hún gleymdist auðvitað líka.

Það eru fleiri snemma á ferðinni.  Ég keypti blóm í haust.  Þau voru með þvílíku blómaskrúði langt fram í nóvember.  Ég keypti þau á útsölu og gat ekki fengið að vita nöfn þeirra en þau voru sömu tegundar með sitt hvorum lit.  Mig langaði að vita hvað þau hétu en það lá nú ekki á lausu.  Líka hvenær þau færu að blómstra aftur að ári en fékk að vita að það gæti nú orðið erfitt.  Nauðsýnlegt væri að hafa mikið vatn á þeim.  Og nú eru þau byrjuð að springa út  annað fallegum bleikrauðum blómum en hitt verður með rauðum og er líka komið með einn knúpp.  Ég reyndi alltaf að passa að hafa nóg vatn í skálunum og stundum vökvaði ég með blómaáburði. Þá varð vatnið moldarbrúnt á litin.  Uppáþregja vildi samt miklu heldur lepja það heldur en hreint vatn úr sinni eigin skál.  Hún hefir samt aldrei lagst á blómin sjálf eins og heyrst hefir að sumir kettir á norðurlandi hafi gert.  Það er gaman að eiga svona falleg blóm bæði heima og að heiman sem renna upp eins og fíflar í túni.  Að lokum einn orðskviður frá Salomon.

,,Minnig hins réttláta verður blessuð en nafn óguðlegra fúnar".  Kær kveðja úr Hringbraut 80, þín amma Þóra. Tölvan var mér erfið og vildi alltaf ráða letrinu.

 

 

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 75226
Samtals gestir: 15465
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:07:06

Eldra efni

Tenglar