Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2008 Júlí

09.07.2008 22:12

SÓLIN FER AÐ SETJAST

                                  Sólarlag

 

Þann 30 júní 2008 skrifaði ég pistil beint á heimasíðuna en þegar því var lokið og ég opnaði til að líta á afrekið þá var ekkert að sjá.  Aðeins óskrifað blað.  Ég átti nokkrar setningar á blaði, því mér finnst alltaf best að byrja með penna í hönd.  Kemur þá upphafið hér.  Klukkan er að ganga 12 og enn   er sólin á lofti og varpar geislum sínum á hliðar og stafna þeirra húsa sem  að henni snúa.  Það er mjög fögur sjón þegar hún er að hverfa niður fyrir sjóndeildarhringinn og einnig er hún kemur upp aftur,ef maður nennir að vaka eftir því.

 

Það er búið að vera sífellt sólskin hér í svo marga daga, með yfir 30 stiga hita á svölunum.  Samt finnst mér afarsjaldan alveg logn hér.  Í gær fórum við upp á flugvöll til að taka á móti dóttursyni mínum frá Noregi.  Hann var á leið norður til Akureyrar eins og hann er vanur á sumrin.   Honum þykir svo gott að vera með frændfólkinu þar.  Þeir ná svo vel saman og eru á líkum aldri yngri dóttursonur minn þar.  Ég held að Þetta sé í fyrsta sinn sem hann kemur einn.  Mamma hans var nýbúin að koma ásamt fleirum bókasafnsfræðingum frá Noregi.  Þær héldu einhverja ráðstefnu í Reykjavík og voru farnar út aftur.  Við skiluðum honum svo inn á Reykjavíkurflugvöll seinna um daginn.

 

Við vorum svo snemma á ferðinni að við gátum litið inn í Kolaportið á markaðinn þar.  Ég kann svo vel við mig innan um svona gamalt dót.  Nú er líka hægt að setjast þarna við borð og fá sér einhverja næringu.

Ég keypti fyrsta flokks harðfisk handa mínum manni, svo að honum skyldi ekki leiðast eins  mikið  þarna í verslunarumhverfinu.  Hann langaði ekkert í ís eins og við frændi minn fengum okkur.  Ég spurði dótturson  minn hvort hann hefði komið á svipaðan stað í Noregi.  Nei, sagði hann, það er allt dýrt í Noregi.  Mér fannst það líka þegar ég hafði komið þar áður fyrr og haft meiri tíma til að athuga verð, að betra væri að láta innkaup eiga sig.

Við fórum svo með Sigurð okkar í tæka tíð á flugvöllinn og biðum þar til kallað var út í flugvél til Akureyrar og við héldum þá heim á leið. 

  • 1
Flettingar í dag: 53
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 99542
Samtals gestir: 20083
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 10:58:04

Eldra efni

Tenglar