Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2012 Maí

20.05.2012 23:36

Laugardagur

Laugardagur

 

Laugardagsmorgunn 5.Mai 20l2 lögðum við hjónin af stað uppí Vindáshlíð á landsmót Gídeonfélaga á Íslandi. Við vorum vöknuð klukkan hálf sjö. Áætlunin var að leggja af stað hálf átta. Ég er ekki vön að fara svona snemma á fætur, er meiri seinniparts manneskja. Veðrið var alveg unaðslega fagurt, glaða sóskin og heiður himinn. Frekar lítil umferð var á Reykjanesbraut á þessum tíma. Klukkan rúmlega 8 höfðum við Hamrahlíðina í Mosfellssveit á hægri hönd. Hammrahlíðin vekur upp þægilegar minningar  því að þar settumst við að um tíma er við, móðir mín og bróðir fluttumst austan úr æskusveitinni okkar á sínum tíma fyrir margt löngu.

 

Ætlunin var að fara uppúr Mosfellssveit og þá leiðina í Vindáshlíð. Ég hafði aldrei farið þá leið áður eða komið í Vindáshlíð. Ásgrímur hafði aftur á móti farið þangað á mót fyrir allmörgum árum. Þar sem hann er oftast svo ákaflega minnugur á leiðir sem hann hefur farið áður þá var hann alveg öruggur og datt ekki í hug að tefja sig á að lesa á leiðarmerki, sem sett höfðu verið upp vegfarendum til leiðbeiningar. Ég aftur á móti er ekki frábitin að vilja lesa þann fróðleik, sem sannmálugt fólk hefur sett upp á svona vegvísa til að varna einföldum frá að villast af réttri leið.

 

    Tilraunir mínar til þess runnu nú allar út í sandinn því auðvitað var bílstjórinn að flýta sér. Þetta fór allt vel og við náðum því að geta borðað morgunmatinn með þeim fyrstu í Vindáshlíð. Svo var bænastund í salnum klukkan 10.                   10.15. flutti Bill Valters, framkvæmdastjóri. Alþjóðaútbreiðsludeildar erindi sem hann nefndi. Vinna fólk fyrir Krist. Klukkan 11 15 var Vitnisburðarstund. Klukkan 12 Hádegisverður. Klukkan 13 Aðalfundur Gideonfélagsins á Íslandi.                 Það sem honum tilheyrði og á eftir kom entist til kl.15. Þá var kaffi.

 

  

 Þar eftir fundir nýrra stjórna.

 Á meðan máttu þeir sem engu þurftu að stjórna, um frjálst höfuð strjúka, fram að hátíðakvöldverði k 7. Það var ágætt að geta aðeins heilsað kunningjum sem við höfðum ekki séð lengi. Eftir kvöldmat átti að vera hátíðasamvera. Við ákváðum að fara heldur heim strax eftir matinn, þar sem við erum ekki svo ung lengur. En ferðalagið gekk ágætlega fram og til baka.

  • 1
Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 99504
Samtals gestir: 20081
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 09:47:14

Eldra efni

Tenglar