Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2008 September

06.09.2008 22:44

Ónytjuorð

                                    Ónytjuorð

                                   

 Fimmtudaginn 4.sept 2008 birtist eftirfarandi í 24stundum

 ,,Auglýsingin braut ekki siðareglur SÍA

                                    Í góðu lagi að nota

                             Orðið ,,HELVÍTIS"

 

Foreldrar eru eflaust lítt hrifnir af að börn þeirra syngi nú hástöfum ,,skítt með helvítis kerfið" í hvert skipti sem auglýsingahlé er gert á dagskrá sjónvarpsstöðvanna.Kæra vegna þessa barst nýlega til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa en henni var vísað frá..(Þannig er upphaf greinarinnar.)

 Þetta orð í eignarfalli eitt og sér, rifið innan úr miðri setningu, gefur ekki mikla hugmynd um alvöru málsins og virðist eitt og sér næsta merkingalaust.  Alvaran liggur í þeim orðum sem sett eru fyrir framan það eða aftan og mynda setningu.  Þá kemur í ljós að það er verið að formæla einhverju, í þessu tilfelli kerfinu, en hvaða kerfi?.  Ég fletti upp á orðinu kerfi?. Það getur þýtt margt   Það getur þýtt stjórnkerfi og  þá sé átt við lög og reglur, sem við hrærumst í.  Þótt við séum ekki ánægð með allar lagasetningar á landi okkar, þá gæti  okkur brugðið í brún, ef við yrðum einhvern dag að skipta við aðra þjóð á landi, lögum og lífskjörum.  Þá mundum við, ef til vill, komast að raun um, að kerfið heima var eitthvað sem við hefðum getað þakkað fyrir.

 Páll postuli var að skrifa Tímóteusi um ýmsar reglur sem gilda ættu í söfnuðum sem voru að komast á legg.  "1.Tím 2.1. Fyrst af öllu áminni ég um að bera fram ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargjörðir fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og öllum þeim, sem hátt eru settir, til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi, í allri guðhræðslu og siðprýði.  Þetta er gott og  þóknanlegt fyrir frelsara vorum Guði, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum."

 Þetta er gott ráð handa öllum þeim, sem finnst kerfið sér erfitt eða þingmennirnir.Mér hefur alltaf fundist leiðinlegt hvað þeir, sem eru í minnihluta eða utan ríkisstjórnar,í það og það skiptið, virðast  alltaf þurfa að niðurlægja þá sem eru í stjórn, og tala illa um þá.  Ekki aðeins það, heldur finnst þeim þeir ekki standa sína vakt ef þeir létu það ógert. Að ég tali nú ekki um ósköpin ef einhverjir ætla að fara að bölva kerfinu kerfisbundið.  Mér mundi finnast það miklu betri aðferð, sem Páll bendir á.

  • 1
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 99834
Samtals gestir: 20162
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 15:46:59

Eldra efni

Tenglar