Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2011 Ágúst

28.08.2011 21:43

Ferð í Grafarvog

                             Ferð í Grafarvog 20 ágúst 2011

                   

Þá lögðum við hjónin af stað að heimsækja Jensey Skúladóttur og Guðmund Sigurdórsson mann hennar. Til frekari skýringar þá er Jensey dóttir Heklu sem nú er látin en hún var fósturdóttir Ásgríms og Sigurlaugar fyrri konu hans. Þau systkin börn Heklu kalla Ásgrím afa sinn.

Fyrst hringdi nú  Ásgrímur til að vita hvort þau hjón yrðu heima. Guðmundur sagði að Jensey yrði heima eftir klukkan 4 en þá færi hann í vinnu. Við ákváðum þá að fara og hitta Jensey. Rétt á eftir hringdi Trausti bróðir Jenseyjar sem á heima stutt frá henni var staddur þar. Hann  bauð okkur að koma fyrst til sín. Dóttir sín ætti afmæli. Leiðinni var lýst fyrir Ásgrími og hann er nú svo snjall og minnugur að rata. Þetta er okkur þó  ókunnugt svæði.

Veðrið var alveg yndislegt allan daginn.  Skýjafar mikið um himininn hér milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur. Þótt ekki væri svo mikið að sjá á jörð niðri annað en hinn fjarlæga fjallahring þá var tilbreytnin þeim mun meiri er til himins var horft

eins og svo oft hér á Suðurnesjum. Ferðin gekk mjög vel og tafalaust þar til komið var að þessum blessaða Berjarima. Þá tók dálítinn tíma að finna rétta númerið. Þegar þangað kom stóð yfir stórveisla og margt úr fjölskyldunni saman komið. Systkinin 4.Trausti, Helga, Jensey og Ásgrímur yngri svo og þeirra makar sem gift eru og börn þeirra og minnsta kosti eitt barnabarn. Einnig auðvitað úr frændgarði móður afmælisbarnsins. Mikið mannvænlegur hópur öll börnin hennar Heklu og þeirra afkomendur. Svo var Hörður seinni maður Heklu einnig staddur þarna.

Trausti fór svo með okkur  og sýndi okkur allt húsið og garðinn sem þau hafa verið svo dugleg við að breyta og laga og gróðursetja nýtt í. Ákaflega vinalegur köttur var í einu herberginu uppi á lofti sem varð auðvitað til að gera mótökurnar enn hlýlegri fyrir svona kattavin eins og mig. Á eftir fórum við heim til Jenseyjar með henni og skoðuðum þeirra hýbýli sem líka eru prýðileg og staðsett við Básbryggju. Sem virðist mjög skemmtilegur staður. Við stoppuðum þar svo dálitla stund að spjalla og svo kom nú tíminn til að halda heim. Það gekk allt vel á leiðinni og við urðum ótrúlega lítið þreytt eftir þetta ferðalag

  • 1
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 99552
Samtals gestir: 20084
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 11:23:00

Eldra efni

Tenglar