Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2011 Júní

04.06.2011 18:11

Hryllingur

.                                               Hryllingsmynd                                                                

 

Það var 31 maí 2011, sem við fengum að horfa á mynd í sjónvarpinu  af meðferð sláturdýra, sem flutt höfðu verið frá Ástralíu til Indónesíu og áttu að enda  líf sitt í sláturhúsi þar. Við horfðum á þetta stutta myndskeið og það gekk alveg fram af okkur og fleirum. Að horfa á dýrin bundin niður, liggandi á hliðinni, bundin á streng og verið að draga þau fram og aftur þannig og ekki nóg með það, heldur var líka verið að sparka  í höfuð dýrs sem engin ráð hafði til varnar. Sannarlega er þörf á því, að þeir sem eiga dýr sem þeir vilja selja þangað í sláturhús fylgist með því hvað bíður þeirra er þangað kemur.

                                                                                

 Það stendur í Biblíunni  "Hinn réttláti er nærgætinn um þörf skepna sinna en hjarta óguðlegra er hart. Orðskv 12,10". Sannarlega er þarna þörf á dýravinum. Ég skil svo sem ekkert í að sólin skuli skína á fólk sem fer svona hræðilega illa með dýr. Hvað er eiginlega að þessum mönnum? Hefur þessari aðferð verið haldið við gegnum margar kynslóðir öld eftir öld?  Þarna er þörf á rannsóknarblaðamennsku. Við sáum nú ekki hvað þessi pintingaforleikur dauðans stæði lengi yfir eða hvernig aflífunin sjálf fór fram. Trúað gæti ég að það hafi nú ekki gefið hinu eftir, sem sýnt var.

Við sem þjóð meðal þjóða, höfum ef til vill  ekki efni á að segja margt  Við erum alltaf að drepa litlar manneskjur fyrir fæðingu eins og flestar aðrar þjóðir gera sem   við berum okkur helst saman við í okkar upplýsta heimi, Förgunin fer ekki fram í hundraðatali, heldur í mörgum hundrum þúsunda ef ekki gott betur, víðsvegar um  heiminn. Til hvers? Jú, til þess meðal annars að litlu manneskjurnar éti okkur ekki út á gaddinn.  Þær þurfa mikið til sín í mat, menntun og klæðnaði. Það er kreppa. Það var það víst líka þegar lögin, sem leyfa þetta, komust í gegnum þingið á sínum tíma. Ég man að ég las eða heyrði að því loknu, að það hefði. vantað peninga til að hafa þetta öðruvísi  en gert var.

 

 Á þeim tíma sem ég og mínir jafnaldrar fæddumst, var líka lítið um peninga hjá mörgum en helgi lífsins var í hærra gildi þá. Getum við ekki haft það eins í dag og var fyrir lagasetninguna. Leift þeim að lifa, sem í dag eru á válista, og vera svo tilbúin að lifa eða deyja með þeim eins og forverar okkar gerðu gegnum söguna, þegar eldgos, harðindi og farsóttir hrundu hallærum af stað.  Það dóu nú aldrei allir og óvæntir hvalrekar á fjörum urðu stundum hinum hungruðu til saðnings. En hvað verður um helgi lífsins í hugum fólksins ef svo heldur sem horfir? Er hún einskisvirði að halda í? Hún mun hrapa ef ekki verður snúið við. Ég ímynda mér að eftir um 50 ár að óbreyttu, munu einnig aðrir en þeir ófæddu verða metnir hvort verðugir séu, að fá lífspassann lengur.

  • 1
Flettingar í dag: 197
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 99860
Samtals gestir: 20163
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 16:08:59

Eldra efni

Tenglar