Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2010 Maí

24.05.2010 02:57

Ótitlað

                   Ferð í Vatnaskóg

 

Föstudaginn 7 maí 2010 lögðum við hjónin af stað á Gideonmót sem halda átti í Vatnaskógi í þetta sinn, í húsakynnum K.F.Ú M. Satt að segja hafði ég unnið svo lítið fyrir þetta félag á liðnu ári að mér fannst varla viðeigandi fyrir mig að sýna mig á þessu móti. Maðurinn minn sagði: Þú kemur bara með mér". Ég veit nú ekki hvort það stendur í lögum Gideona að konur þeirra skuli njóta einhverra hlunninda út á athafnasemi eiginmanna sinna en væri svo er hann áreiðanlega búinn að standa sig vel í að dreifa orðinu . Það varð endirinn á þessu máli að ég ákvað að drífa mig með. Við ákváðum að fara nógu snemma af stað til þess að geta komið við hjá Jóni bróður Ásgríms og Auði konu hans. Þau búa í Reykjavík .Jón hefur gengið í gegnum veikindi á undanförnum mánuðum og afturbati er á réttri leið. Þau stefndu á að fara til Hríseyjar fyrir Hvítasunnu. Þar er þeirra annað heimili og sælureitur yfir sumarið. Er við höfðum stoppað um stund og drukkið miðdagskaffið með þeim héldum við af stað uppá Kjalarnes.

 

 

Þar hinkruðum við eftir vinum okkar tveimur sem við höfðum sammælst við að verða samferða í Vatnaskóg. Það var heldur dimmt yfir og lítið hægt að gleðjast yfir útsýninu kringum Hvalfjörð en ferðin gekk vel. Mótið var sett á Föstudagskvöld. Við hjónin fengum gott herbergi í Lerkiskála og allur vðurgerningur var framúrskarandi góður og samt ódýr, fannst mér.

Sérstakur hátíðakvöldverður var framreiddur á Laugardagskvöldi eins og venja hefur verið á Gideonmótum. Það var gott bragð að því sem inn um munninn fór og einnig að því sem eyrun tóku á móti. Við gátum því alveg tileinkað okkur það sem Páll postuli ráðlagði Filippímönnum er hann sagði við þá ,,Að endingu bræður, allt sem er satt,allt sem er göfugt,rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það," Mótið stóð til hádegis á sunnudegi og endaði með hádegisverði áður en lagt væri af stað heim. Þá var veðrið orðið ljómandi bjart og gaman að aka fyrir Hvalfjörð og heim í slíku veðri.

 

 

 

 

 

 

 

 

..    

  • 1
Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 99834
Samtals gestir: 20162
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 15:46:59

Eldra efni

Tenglar