Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2010 Ágúst

15.08.2010 21:19

Ótitlað

                                                                             Fráhvarf

Það er orðið nokkuð langt síðan ég hefi skrifað nokkuð á síðuna mína //thorapals,123.is/ Stafar það mest af því að dóttir mín Guðný útbjó síðu handa mér á Facebook  Ég hafði eitthvað hugsað um það áður en hætt við af ótta við að verkefnið yrði mér ofviða Það er auðvitað gaman að geta komist í samband við fjarlæga ættingja og það hefur dóttir mín eflaust verið með í huga og vonað að þetta yrði mér til ánægju, þökk sé henni fyrir það.

Mér fannst samt, er ég var komin á Facebook, að ég vera kominn í framandi heim, að sjá boðskapinn sjaldan dagsettan eða tekið fram hvaða ári eða öld hann tilheyrði. Þetta laukst þó upp fyrir mér af tilviljun. Þegar ég beindi örinni að því sem sagt var um aldur ummælanna sem reyndist mældur í mínútum. Þá um leið hvíslaði tölvan að mér leiftursnöggt dagsetningu og mínútu þeirri sem boðskapurinn hafði verið færður til bókar

  • 1
Flettingar í dag: 176
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 321
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 31475
Samtals gestir: 2598
Tölur uppfærðar: 7.10.2022 02:39:14

Eldra efni

Tenglar