Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2008 Mars

06.03.2008 17:11

Góðan dag.

Góðan dag

Nú er kominn fimmti mars. Ég hefi ekki verið dugleg við að skrifa á síðuna að undanförnu. Ekki verið dugleg viðneitt. Í morgun brá svo við að ég vaknaði um hálf sex og gat ekki sofnað aftur. Var bara hress og fór því á fætur og eldaði mér hafragraut, smá slettu með tveimur sveskjum út í. Þær bæta mikið. Ég er ekkert að elda handa bóndanum. Hann kemur ekki fyrr en kl.9. Kaldur hafragrautur væri ekki lystugur. Kötturinn er líka sofandi. Hann biður ekki um hafragraut á morgnanna, heldur kóngafæðu, fisk á sinn disk. Svo verður hann að sætta sig við kattamat í sínar óétnar máltíðir dagsins. Það er frekar létt yfir, að líta út um gluggann. Nokkuð dimmur bakki í norðrinu með regnboga. Annars sést í heiðan himin milli skýjanna nær okkur.

Ég hefi annars verið að skrifa upp ferðasögu Arthurs frá 1936, sem á að birtast í hans sögu sem er að fæðast á síðunni minni smám saman, eftir því sem ég hefi dug til skrifta. Ég sendi það svo til dóttur minnar í tölvupósti og hún setur það á síðuna en til þess brestur mig alla kunnáttu. Af því stafsetningin á ferðasögunni er allt önnur en í dag, urðu villurnar margar hjá mér, og er ekki alltof viss um að hafa fundið þær allar. Ég reyndi að gera mitt besta og halda öllum setningum upprunalegum eins og þær komu frá hendi höfundar.

Jæja nú er þessi dagur að kvöldi kominn og skaflinn á svölunum hefur rýrnað það mikið að nú er hægt aðopna hurðinna og tröppurnar eru orðnar snjó og klakalausar. Sólin skein um tíma í dag og það var unun að horfa af efri hæðinni hér yfir byggðina.

  • 1
Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 99889
Samtals gestir: 20163
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 16:30:16

Eldra efni

Tenglar