Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2011 Apríl

21.04.2011 01:06

BESTI VINUR

                                     

                                                Úr Hörpustrengjum.

                  

          Besti vinur á jörð er Jesús, jafnan þegar mætir sorg og neyð.

          Hann fær þerrað heitust tár , hann fær læknað dýpstu sár.

                   Besti vinur á jörð er Jesús.

 

          Kór:  :,: Minn einasti vin er Jesús:,: leita ég hans hjálpar hér.

          Hann mig ber á örmum sér. Besti vinur á jörð er Jesús.

 

     2.  Ó hvað Guðs son er góður vinur!  Gegnum tár mér skín hans friðarsól.

          Í hans skauti ég mig fól. Ó það blessað friðarskjól!

                   Besti vinur á jörð er Jesús.

 

     3.  Þótt ég dvelji í dimmum skugga. Dynji Jórdans bylgjur kringum mig,

          Hug minn enginn ótti slær af því Drottinn minn er nær.                                                     Besti vinur á jörð er Jesús.

 

     4.  Nær í ljóssalinn loks vér komum, lítum vér hans náðarauglit bjart.

          Sætt vér honum syngjum prís, sælir Guðs í Paradís.

                    Besti vinurinn vor er Jesús.       

                                                          Peter  Bilhorn - Sbj.Sv.

 

         

           Þú sem þetta lest, ef til vill hefur þessi dagur verið einn af

          erfiðustu dögum lífs þíns. Mundu þá:

 

          Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn, meðan þú ert enn á veginum með

          Honum Matt 5:25.

 

          Sælir eru miskunnsamir því að þeim mun miskunnað verða Matt 5:7.

 

                                                                                                                                                     

 

                  

13.04.2011 22:11

Góðir hestar

                                                                Skemmtiferð

Það hafði verið ráðgerð skemmtiferð af Mýrum til Suðursveitar og ætluðum við systkinin frá Rauðabergi og Elías sem líka átti heima þar að verða þátttakendur í þeirri ferð. Ekki var fastákveðið hverjir ætluðu að fara en við bjuggumst við, að það yrðu bæði stúlkur og piltar.

Við ætluðum að verða samferða þeim sem færu frá Holtaseli og fórum þangað fyrst og hittum þar Inga bróður Elíasar. Við töldum víst að hann ætlaði að fara en þegar til kom var hann ákveðinn að vera heima en sneri sér að mér og spurði hvort hann ætti að hafa hestaskipti við mig.

          

 Ég varð bara alveg steinhissa og efaðist sjálfsagt um að honum væri alvara. Við þekktumst ekki svo mikið. Mér hafði nú einhvern veginn skilist að hann liti heldur niður á Stjarna minn sem reiðhest og hver kærir sig um það, að litið sé niður á reiðhestinn manns. Það er nóg að finna það sjálfur að hann er enginn skörungur og ekki nógu ferðmikill á neinum gangi til þess að geta fylgt atgerfishestum eftir. En Yngi rétti mér bara beislið sem hann var vanur að nota við Rauð sinn og svo mátti ég taka hann og skilja Stjarna minn eftir í haganum hjá Holtaselshrossunum, þar til við kæmum aftur.

     

 Rauður var stór og myndarlegur hestur og ekki minnkaði hann er komið var á bak, háreistur og ferðmikill á töltinu. Þegar við komum út að Holtum komst ég að því að engar stúlkur ætluðu að fara þaðan og ég yrði eina stúlkan í ferðinni. Mér fannst þetta nú leiðinlegt að það voru aðeins karlmenn sem ætluðu að fara frá Holtum en ég gat nú ekki farið að hætta við ferðina út af því, sér í lagi þegar ég var búin að fá Þennan dásamlega hest sem bar mig inn í sérveröld þar sem aðrir hlutir urðu léttvægir í samanburði.

 

Hann kveinkað sér ekki á grjótinu hesturinn sá og ég held að hann hefði getað borið mig landshluta á milli án þess að sýns þreytumerki  Hann virtist sameina svo þrek og aðra gæðingskosti. Margt er gleymt frá þessu ferðalagi en Rauður gleymist ekki. Aðeins einu sinni mörgum árum síðar kynntist ég jafningja hans. Þó voru þeir ólíkir um sumt því sá Rauður var skeiðhestur en Ynga-Rauður var fjórgangshestur.

Þegar við bróðir minn Daníel ásamt móður okkar fluttum úr Hornafirði, settumst við að um tíma í Mosfellssveit í hverfinu undir Hamrahlíðinni. Þar kynntumst við hjónum Sigríði Aradóttur og Jóni Hallssyni. Þau áttu einn son. og voru að vestan og fluttu svo vestur að Þorbergsstöðum í Dalasýslu. Þá talaðist svo til að ég færi þangað til þeirra og yrði hjá þeim part úr sumrinu. Jón hafði yndi af hestum og vildi endilega að ég fengi að prófa Rauð sinn sem kominn var um tvítugt.

Svo kom nú tækifærið er við vorum á ferðalagi ásamt fleira fólki. Allir voru ríðandi. Ég er búin að gleyma núna á hvaða degi það var en tel að það hafi verið á sunnudegi því aðra daga var fólkið upptekið við hin árstíðabundnu sveitastörf. Þessi Rauður var nú naumast eins háreystur eins og Ynga Rauður en fór þó vel undir manni. Hann virtist búa yfir feykilegum flýti og orku á skeiði.
                                                                                                                Það var rétt eins og hann vildi segja. ,,þú skalt bara njóta ferðarinnar. Um götuna og ferðahraðann sé ég sjálfur. Heiður okkar legg ég ekki í annarra hendur og að sveigja mig til hægri eða vinstri er vita þýðingarlaust"
Það besta var, að ég hefði alls ekki viljað hafa hann öðru vísi en hann var. Ég var alveg ásátt með að hann réði fyrir okkur báðum og götunni.Yndi mitt af þessu ferðalagi hefði aðeins verið hálft ef ég hefði getað sagt Rauð fyrir um ferð og hraða.

      Það var þó eitt sem ég var hugsandi útaf. Hvort Jóni fyndist ég ekki ríða alltof hart á tvítugum hestinum? Nú en hann þekkti hestinn og lánaði mér hann samt. Hann vissi eflaust hvers vænta mátti af Rauð sínum í samreið og vitað líka að honum hætti ekki til að hlaupa upp eða vera með einhverjar óvænta uppákomur.

  • 1
Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 99889
Samtals gestir: 20163
Tölur uppfærðar: 21.7.2024 16:30:16

Eldra efni

Tenglar