Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2006 Febrúar

25.02.2006 01:17

Andvaka

Fyrir ekki löngu síðan varð ég andvaka.  Ég er að vinna að verkefni sem mér finnst best að byrja að vinna á kvöldin um klukkan 11og halda áfram til klukkan 2 eða rúmlega það.  Þá verður svefninn stundum móðgaður og vill alls ekki koma með mér í rúmið.  Stundum fer ég út á kvöldin og þá  verður hann líka fúll útaf því.  Það hafði ég einmitt gert umrætt kvöld, svo svefninn hafði ástæðu til að fara í tvöfalda fýlu.  Þegar ég svo lagðist á koddann fór hugurinn bara að reika.  Allt í einu kom í hugann ömmudrengurinn hann Andri Þór Valsson sem átti afmæli nýlega.  Ég hafði nú alveg munað eftir afmælisdeginum 17 febrúar og óskað drengnum til hamingju.  En þótt ég muni eftir afmælisdögum  fólks þá man ég ekki endilega hvað það er orðið margra ára gamalt.  Það er stundum orðið eldra enn ég átti von á.  Ég fór svo að rifja upp, að ég sá hann fyrst fárra mánaða, þegar foreldrar hanns komu til Íslands til að gifta sig.  Þau bjuggu í Noregi þar sem faðir hans var í framhaldsnámi.  Móðir hans kom ssvo aftur upp með börnin til Íslands, til að vera við jarðarför pabba síns en hann dó 18 september árið 1990. rétt á undan afmælinu mínu. og þá hlýtur hann núna að hafa orðið 16 ára.  Enn að ég skyldi nú ekki muna eftir að senda þér, Andri minn kveðju á bloggsíðunni sem foreldrar þínir gáfu mér og sendu hljóðlaust inn í tölvu hjá mér.  Bloggsíðan er búin að vera í algjörri hvíld lengi því hugurinn hefir verið að bjástra við annað.  Ég hefi líka oft átt í erfiðleikum með að koma skapi saman við þessa tölvu því hún hefir flókið innræti.  Ég er nú samt þakklát fyrir að mamma þín og pabbi gáfu mér gömlu Macintosh tölvuna sína.  Það var nú byrjunin hjá mér að geta hagnýtt  mér  þessa tækni.  Ég ætla að senda þér ljóð sem afi þinn orti. 

         Ég á þann vin sem aldrei brugðist hefur,

         sem alltaf stöðugt hefir reynst mér trúr,

          er hjálp og styrk í hverri raun mér gefur

         og hrifið fær mig kænni freisting úr.

                                                                     

         Hann annast  mig svo ástúðlega blíður,

          í elsku hans og náð er sál mín þyrst.

          "Ó, komið til mín allir, blítt hann býður.

            Hver betri átti vin en Jesúm Krist.

                              S.G.J.

 

   

           

  • 1
Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 99552
Samtals gestir: 20084
Tölur uppfærðar: 19.7.2024 11:23:00

Eldra efni

Tenglar