Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2022 Júní

19.06.2022 14:28

Þóra Guðrún Pálsdóttir, lést þann 9. mars árið 2022, 95 ára að aldri. 

Árið 2017, þá rúmlega níræð, gaf hún út bókina „Arthur Gook: Trúboðinn á Akureyri“ og var það bókaútgáfan Tindur sem gaf út. Innihald bókarinnar er það sama og er hér á síðunnni, nema í prentformi, og það gladdi hana mjög að sjá textann í bókarformi. Til að lesa um Arthur Gook þá þarf að setja músarbendilinn yfir "Bók um Arthur Gook" og sjást þá undirkaflar þar fyrir neðan.

Hér á síðunni er líka að finna bloggfærslur Þóru. Hún hafði gaman af því að koma hugsunum sínum í orð og sést það berlega í skrifum hennar. Ýmist fjalla færslurnar um daglegt líf eða atburði fortíðar. Til að lesa bloggfærslur þarf að fara í valmyndina hér til hægri og velja mánuð og ár. Síðustu bloggfærsluna skrifaði Þóra í nóvember 2013 og var þá Ásgrímur seinni maður hennar orðinn veikur af krabbameini. Hann lést í janúar 2014.

Skömmu síðar datt Þóra og mjaðmarbrotnaði og fór heilsu hennar smátt og smátt hrakandi eftir það. Í júlí 2019 flutti hún á hjúkrunarheimilið Hrafnistu á Nesvöllum og átti heimili þar til dánardags.  

 
  • 1
Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1370
Gestir í gær: 389
Samtals flettingar: 123215
Samtals gestir: 24431
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:28:52

Eldra efni

Tenglar