Þóra Guðrún Pálsdóttir |
|
Færslur: 2014 Janúar11.01.2014 20:55Kæru vinir og vandamennGuð gefi ykkur öllum gleðilegt nýtt ár. Þökkum liðin ár. Ég skrifaði seinast smápistil á síðuna þann 14 nóvember 2013. Af Ásgrími er það helst að frétta að hann átti bókaðan tíma 12 desember hjá lækni, sem tekur á móti sjúklingum suma daga hér í næsta húsi. Þá höfðu hjúkrunarkonur frá heimahjúkrun komið til hans daglega um skeið til að sprauta hann við blóðtappa í vinstra fæti. Sem betur fór hafði hann ekki haft verk í fætinum þrátt fyrir mikinn bjúg eða bólgu. Aðfaranótt þess 12 des var hann slæmur af verkjum innvortis, svo hann treysti sér naumast að fara til læknis um morguninn, þótt í hjólastól væri, í næsta hús. Heimahjúkrunarkona hafði þá samband við lækninn og þau komu svo bæði. Læknirinn sendi hann þá beint í sjúkrahúsið. Eftir myndatökur varð ekkert úr því að hann kæmi fljótt aftur. Hann var settur á sýklalyf um tíma en hættur á þeim núna. Líkamlegri færni hans hefur frekar hrakað, getur ekki auðveldlega snúið sér í rúminu hjálparlaust. Hann virðist ekki hafa orku til að líta í bók eða horfa á sjónvarp. Var líka að mestu hættur því hér heima. Hann þekkir samt alla og gleðst við að sjá vini sína. Oftast segir hann að sér líði vel og hann hefur alltaf hrósað umönnuninni á sjúkrahúsinu. Við erum ykkur öllum þakklát sem minnist hans í bænum ykkar og hann sendir ykkur öllum kæra kveðju sína.
Skrifað af Þóru Pálsdóttur
Flettingar í dag: 16 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 309 Gestir í gær: 23 Samtals flettingar: 150380 Samtals gestir: 28856 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 03:57:58 |
Eldra efni
Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is