Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2011 Febrúar

04.02.2011 16:51

Skúffur

                                                                    

                                      Skúffur (framh)

Ég fékk svo far með þessu fólki, sem ég gat um og lét sleppa mér í nágrenni Hallgrímskirkju og rölti svo niður Skólavörðustíg og niður á Óðinsgötu þar sem mágur minn og kona hans búa. Mér fannst orðið svo langt síðan ég hafði séð þau. Þau búa reyndar í Hrísey á sumrin. Eftir að hafa stoppað þar smátíma og þegið góðgerðir ákvað ég að rölta eitthvað um á Laugavegi að líta í búðir. Þá var komið élja og leiðindaveður og ég ákvað að leita að strætisvagni sem færi inní Kleppsholt.

Ég komst inn í einn sem talinn var líklegur. Þá sagði bílstjórinn um leið og ég rétti fram fargjaldið 350 krónur,,Ætlarðu ekki að kaupa kort? Það er svo miklu ódýrara.

Þetta var vingjarnlegur maður og söm var hans gerð þótt ég keypti ekki kort. Hann benti mér líka á annan vagn sem mér hentaði betur að taka og lét mig hafa skiptimiða. Ferðin gekk vel og ég rataði alveg úr vagninum og heim til bróðurdóttur minnar og manns hennar en hjá þeim gisti ég um nóttina.

Morguninn eftir var sæmilegt veður og bróðurdóttir mín ætlaði að fara með mér í búðir og aðstoða mig en fyrst langaði mig að líta inn til einnar frænku minnar sem ég hafði ekki hitt svo lengi. Bróðurdóttir mín fylgdi mér þá fyrst til hennar og kom með mér. Hún sá ábyggilega ekki eftir því, því að þetta var alveg yndisleg frænka. Við sátum hjá henni dágóða stund og þágum góðgerðir. Svo var nú stefnan tekin þaðan og á Verðlistann því þar taldi frænka mín best að byrja.

Ég vildi nú fyrst líta á kjóla en það var nú eitthvað lítið um þá en aftur fullt af drögtum. Frænka mín vildi nú fara í fleiri búðir en létum þó taka frá fyrir okkur dragt og sögðumst koma aftur fljótlega ef við ætluðum að kaupa hana. Ég man nú ekki lengur í hvað  margar búðir við fórum. Frænka mín var svo skotfljót að skjótast á milli á bílnum sínum. Á einum stað sá ég kjól sem mér fannst fallegur

en sá að hann gat ekki gengið við öll sömu tækifæri eins og dragtin.

 Það er auðvitað verðmunur sagði frænka en ég hugsaði að dætur mínar yrðu ánægðari að sjá mig í dragtinni svo ég ákvað að taka hana og fórum aftur þangað. Afgreiðslukonan kom nú með blússu sem henni fannst passa vel við dragtina en mér fannst það óþarfi en frænka mín vildi endilega gefa mér hana ef hún passaði sem hún og gerði. Þá var nú aðalerindinu lokið og ég ákvað að fara heim með rútu

Í staðinn fyrir að fara að láta bóndann sækja mig í myrkri. Hann reyndar sér mjög vel til að lesa í hálfrökkri og ekki vefst fyrir honum að rata. Maðurinn hennar frænku minnar ók mér svo á Umferðamiðstöðina en þaðan gekk rútan.

                                                                                                                                                                                                                                 

 

  • 1
Flettingar í dag: 55
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1370
Gestir í gær: 389
Samtals flettingar: 123233
Samtals gestir: 24443
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:37

Eldra efni

Tenglar