Þóra Guðrún Pálsdóttir |
|
Færslur: 2010 Nóvember13.11.2010 17:35ÓtitlaðMunnmök. Föstudaginn 22 október 2010 birtist í Fréttablaðinu þáttur undir nafninu Á rúmstokknum. Eftir Siggu Dögg kynfræðing þar sem hún er að veita ungri stúlku svar við tveimur spurningum. Það er seinni spurningin, sem ég vil ræða ögn um. Spurningin hljóðar svo. ,, ? Ég er búin að vera í föstu sambandi í rúm tvö ár og við erum mjög hamingjusöm. Það er reyndar eitt sem böggar mig pínulítið og það er að kærasti minn er stanslaust að biðja um munnmök, sem er svo sem allt í lagi, nema mér finnst bara bæði frekar vond lykt og bragð af vininum og langar þessvegna ekkert sérstaklega mikið til að veita honum það sem hann biður um. Er ekki dónalegt af mér að nefna þetta við hann, ég vil nefnilega ekki að hann verði sár, og er ekki eitthvað hægt að gera til að bæta stöðuna?" Svo fær hún svör frá kynfræðingnum en ég ætla ekki að skrifa þau..Þau er hægt að lesa í Fréttablaðinu
Það er greinilegt að stúlkan er í vanda og leitar hjálpar. Mér þótti nú líklegast að munnmök þýddu að skiptast á kossum en var ekki alveg viss. Nú sá ég að þetta var tóm tjara hjá mér. Orðið þýddi hér vægast sagt, mjög ógeðslega athöfn. Hvernig hefur svona ófögnuður komist inní sambönd unga fólksins?. Það er sjálfsagt auðvelt að kúga stúlkur sem melludólgar hafa stolið og hneppt í kynlífsþrældóm, til svona athafna en hver getur álitið þetta eðlilegt form á samlífi fólks, sem ætlar jafnvel að eyða ævinni saman? Spurning hvort þau eigi nokkurn tíma eftir að geta borið virðingu hvort fyrir öðru. Virðing stuðlar að velsæld í öllum mannlegum samskiptum. Þótt stúlkan láti sig hafa þetta núna meðan hún er svo ung og óframfærin og hrifin af stráknum. Hvað verður þegar hún með hækkandi aldri, eflist að andlegu þreki og sjálfstæði og verður meira hundleið á þessari niðurlægingu? Er þetta e.tv .nútímaleg getnaðarvörn af því að önnur reynist of umhendis fyrir strákana? Það er auðvitað mikið mál að sitja uppi með óvelkomið barn þegar allir eru uppteknir við nám og störf, íþróttir og leiki. Enginn hefur tíma aflögu, nema sá nýkomni. Hann gæti verið með leyfi uppá 100 ár og þarf engan veginn að verða sístur í sinni ætt.
Nú berast þau tíðindi að eyrum að Íslendingar setji met, meðal nágrannaþjóða, í nýsmitun kynsjúkdóma. Ég gæti trúað að margt fólk eigi eftir að iðrast þess síðar meir að hafa tekið þátt í áhættusömu líferni, sem leiddi til þess, að konan varð ófrjó fyrir lífstíð. Þá sannast það að:,, Því brosað var fram á bráðfleygri stund, sem burt þvær ei áragrátur." Það er nú ekkert lítið sem sum hjón og fleiri vilja á sig leggja til að fá kjörbörn úr fjarlægum heimsálfum til að bæta úr barnleysi sínu. Vilja jafnvel taka að sér sjúk börn heldur en að fá engin. Það er Guðs gjöf að geta eignast afkvæmi og fólk ætti að varðveita heilbrigði sitt þess vegna m.a. Fyrir áratugum sýndist það manndómsmerki að vera með tóbakspípu eða vindil milli varanna. Sumir þeirra eru horfnir yfir landamærin fyrir tímann og aðrir bundnir við öndunarvélar. Reyktóbakið sjálft komið út í kuldann, sem sýnir að það er hægt að hefja áróður á ýmsum sviðum með árangri, ef málsmetandi menn taka sig saman. Unglingar þarfnast verðugra fyrirmynda, sem þora að láta sér upphátt um munn fara orð eins og bindindi og sjálfstjórn í kynferðismálum.
Skrifað af Þóru Pálsdóttur
Flettingar í dag: 143 Gestir í dag: 79 Flettingar í gær: 1370 Gestir í gær: 389 Samtals flettingar: 123321 Samtals gestir: 24491 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:47 |
Eldra efni
Tenglar |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is