Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2006 Júní

08.06.2006 07:05

            Hvenig getum vér þekkt Guðs vilja?

Hinn góðkunni predikari, Mr.F. B. Meyer, segir svo frá: Ég var á ferð yfir Írlanshaf eina nótt.  Það var mjög dimmt, ekkert tunglsljós, ekki sást einu sinni stjarna.  Ég stóð hjá skipsstjóranum, meðan við vorum að nálgst land.  "Hvernig getið þér ratað í höfnina í Holyhead í þessu þreifandi myrkri?" spurði ég.  "Sjáið þér þessi þrjú ljós?  Þegar þau eru öll í beinni línu, svo að þau líta út eins og þau væru eitt ljós, þá vitum, við hvar við erum og getum hæglega fundið hafnarminnið." 

Svar skipstjórans gaf mér tilefni til umhugsunar.  Þegar vér viljum fá að vita, hver er vilji Guðs, þá er það þrennt, sem þarf að standa svo að segja í beinni línu, - innri sannfæring vor, Guðs heilaga orð og ytri kringumstæðurnar.  Þegar við finnum að Guð sannfærir hjartað, þegar vér sjáum að það sé í samræmi við hans heilaga orð og þegar hann stjórnar hinum ytri kringustæðum vorum, svo að þetta þrennt sé allt í samræmi hvert við annað, þá vitum vér, að oss er alveg óhætt að sigla áfram.  Vér munum vissulega rata.  en án þessara þriggja samhljóða hluta má aldrei gera neitt.

                           Tekið úr Norðurljósinu 1932.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 1370
Gestir í gær: 389
Samtals flettingar: 123321
Samtals gestir: 24491
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:50:47

Eldra efni

Tenglar