Guðs orð var dýrt á þeim tíma.
Árið 1274 kostaði vel skrifuð biblía í 9 bindum 600 krónur. Það þætti æði dýrt á vorum dögum(þetta var skráð 1904), og þó sýnir upphæðin sjálf oss ekki, hversu fáir höfðu efni á að kaupa biblíu, því að dagsverkið var þá metið á tæpa 12 aura. Verkamaður varð því að vinna 5333 daga eða um 17 ár fyrir biblíu. Tekið úr Heimilisvininum 1-2 hefti 1904.
Biblíuna elska ég
af því hún er guðdómleg.
Hún mér segir, hvað ég er,
helgan fjársjóð veitir mér.
Skrifað af Þóru Pálsdóttur