Þóra Guðrún Pálsdóttir |
|
18.02.2012 21:08Kveðja Að kveðja Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma Préd. 3:2. Vinkona okkar á Akureyri Irene Gunnlaugsdóttir Gook sem fæddist í London 11ágúst 1909 lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð Akureyri 19 des 2011. Hún var jarðsett frá Akureyrakirkju 5. janúar 2012. Fórum við hjónin norður að útför hennar. Foreldrar hennar voru Arthur Charles Gook trúboði. Hann fékkst við margt á langri leið. Aðal verkefni ævi hans var að boða trú á frelsarann Drottinn Jesúm Krist. Arthur var vararæðismaður Breta til margra ára á Akureyri og svo Irene dóttir hans eftir hann. Móðir Irene var Florence Ethel (fædd Palme) kona Arthurs. Hún lenti í mjög erfiðri fæðingu að fyrsta barni þeirra. sem kom andvana og að líkindum náði hún ekki fullri heilsu. Henni fannst loftslagið eiga illa við sig. hér og varð það að ráði með þeim hjónum að hún flytti út með börnin, líka til þess, að þau gætu gengið í enskan skóla. Hann leit svo alvarlegum augum á köllun sína frá Drottni um að þjóna honum á þessu landi að hann kaus heldur að lifa hér á landi aðskilinn fjölskyldu sinni löng tímabil, en þau heimsóttu hvort annað og sameinuðu fjölskylduna þannig með löngum hléum. Má því segja að þau hafi kostað miklu til og að Þeir sem nutu ávaxta af starfi þeirra hér, skuldi þeim þakkir. Börn þeirra hlutu svo menntun sína í Englandi. Irene útskrifaðist með hjúkrunarmenntun 1935 og þar eftir fór hún í ljósmóðurfræði, heilsufræði og heimahjúkrun. Hún starfaði svo í Englandi og mikið var að gera á stríðsárunum. Þegar móðir hennar lést 1938 ákvað Irene að flytja til Íslands til að aðstoða föður sinn. Með tímanum þvarr heilsa föður hennar og hann þoldi illa hið kalda loftslag og taldi sér líða betur úti. Hann flutti svo út til Englands ásamt seinni konu sinni. Irene giftist 1961, ekkjumanni í söfnuðinum Guðvini Gunnlaugssyni kennara og fékk með honum þrjú stjúpbörn, 15,18 og 20 ára. Það var yndislegt að lesa það sem Auður Guðvins svo og börn hennar og barnabörn skrifuðu um Irene og Morgunblaðið birti daginn sem hún var jörðuð. Þar birtist Irene svo ljóslifandi fyrir augum að betur verður ekki lýst. Mér fannst svo mikið til um hve þau létu sér annt um hana stjúpbörnin hennar og þeirra fjölskyldur, sem sýnir mér að þau vináttufræ, sem hún sáði í sálir þeirra báru ríkulegan ávöxt henni sjálfri til heilla. er halla fór degi. Ég er þakklát fyrir árin sem ég átti með þessu fólki. Þegar ég flutti til Akureyrar þá leigði ég fyrst hjá Guðvini og Þóru fyrri konu hans en hún var systir Sæmundar fyrri mannsins míns. Þau voru þá að flytja frá Svalbarðseyri til Akureyrar þar sem Guðvin var búinn að fá kennarastöðu. Þau höfðu tekið á leigu stóra hæð og leigðu okkur mæðgum 2 herbergi útfrá sér. Þakka Guði fyrir gott fólk sem ég fékk að kynnast frá því fyrsta er ég kom norður, þeirra á meðal var Irene Gook. ______________ Skrifað af Þóru Pálsdóttur Flettingar í dag: 213 Gestir í dag: 114 Flettingar í gær: 1370 Gestir í gær: 389 Samtals flettingar: 123391 Samtals gestir: 24526 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:34:45 |
Eldra efni
Tenglar |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is