Þóra Guðrún Pálsdóttir

09.11.2011 23:45

Blóm í stað dýra

         Nýmóðins  gæludýr

 

Ég er uppalin á heimili þar sem venjulegt var að hafa einn til tvo ketti og einn hund. Þetta voru ekki bara gæludýr heldur þátttakendur í rekstri heimilisins. Kötturinn sá um að vernda heimilið fyrir músum og hundurinn sá um að hjálpa til við rekstur á sauðfé og einnig að tilkynna um gestakomur. Okkar hundur fór þó aldri með offorsi móti  gestum eins og mér finnst vera alltof algengt. Eigendur þeirra virðast ekki hugsa um að kenna þeim neina mannasiði. Aumingja póstarnir sem vita ekki hvort heldur þeir megi vænta sér lífs eða dauða þegar villidýrin eru utan dyra er þá ber að garði. Ég mundi gjarnan vilja hafa kött ef maður væri ekki svo bundinn yfir þeim. Þá getur maður ekki farið að heiman í neina langferð. Ég hefi því hugsað mér að hafa blómin mín nýkomnu fyrir mín gæludýr. Samt  þurfa þau nú að drekka.

 

 

Mér var sagt um burknann að hann þyrfti ekki svo mikla birtu né mikla vökvun en honum finnst líklega eins og mér að loftið vera heldur þurt, því hann er duglegur að drekka og líka duglegur að koma með nýja sprota. Ég er búin að skipta honum í tvennt og það líður varla langt þangað til að hann verði kominn í þriðja pottinn. En svo ég minnist nú aftur á vandkvæði þess að hafa venjuleg gæludýr, þá búum við hér í fjölbýlishúsi og rétt utan við stéttina á neðri hæðinni er leiksvæði fyrir börn. Þar er meðal annars sandkassi sem ég óttaðist að minn köttur, ef ég ætti, mundi álíta vera náðhús fyrir ketti hússins. Útaf þeim misskilningi gæti komið óþarfa nágrannakrytur og leiðindi, sem ég væri þá orðin orsök í. Salómon segir í Orðskviðunum: ,,Deil ekki við neinn að ástæðulausu, ef hann hefur ekki gjört þér neitt mein". Ég held að í því felist að maður eigi ekki að ögra nágrönnum sínum.

 

 

              

 

 

Flettingar í dag: 221
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 1370
Gestir í gær: 389
Samtals flettingar: 123399
Samtals gestir: 24530
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:55:58

Eldra efni

Tenglar