Þóra Guðrún Pálsdóttir |
|
10.12.2009 23:47JarðakaupHoffellspartur Keyptur. Frásögn Daníels Pálssonar
Ég man greinilega eftir því, að ég fór, ábyggilega að vori til, 1928 með pabba inn að Hoffelli þegar hanni fór til að kaupa þennan jarðarpart. Hann kostaði þúsund krónur. Ég man sérstaklega eftir þessari ferð alla tíð. Austurfljótin voru alltaf straumhörð og þarna hefur sennilega verið nokkuð mikið vatn í þeim. Það hefur ef til vill ekki verið fundið nægilega grunnt brot. Ég var á bleikum hesti sem kunni ekki að synda eins og aðrar skepnur, heldur hagaði sér þannig þegar fór að dýpka á honum, að hann tók bara dýfur. Hann hóf sig upp að framan og uppá endann þegar hann kemur niður í strauminn aftur þá tekur straumurinn hann og það munaði engu að ég félli af þegar straumurinn kippti klárnum svona til hliðar en þetta bjargaðist nú allt saman vel og hann fór svona á harða spretti til lands. Einu sini var Sigurbergur bróðir sendur á þessum bleika hesti austur á Höfn í kaupstað. Hann lagði af stað að morgni dags og það var engin von á honum fyrr en að kvöldi. Tiltölulega fljótt er hann aftur kominn heim, mittisblautur. Það sem gerðist var, að Prestfitarállinn var þá svona djúpur og þá fór Bleikur að taka dýfur og þessvegna blotnaði Sigurbergur svona mikið. Hann sá þá að það þýddi ekki að halda áfram og ætla að flytja vörur heim á klárnum. Þær hefðu rennblotnað. Daníel bróðir var gamall orðinn og löngu fluttur af Mýrum er ég tók þessar frásögur hjá honum. Hann sagði ,,Já, ég á þessi afsöl ennþá bæði, sem vörðuðu kaupin á Hoffellspartinum og líka Hafnarnespartinum". Þetta sagði bróðir minn sem sýnir mér hve þetta jarðnæði varð dýrmætt þeim sem lengi höfðu lotið að litlu í þeim efnum. Hann var ellefu árum eldri en ég og var því reynslunni ríkari. Þ.P. Skrifað af Þóru Pálsdóttur Flettingar í dag: 547 Gestir í dag: 64 Flettingar í gær: 309 Gestir í gær: 23 Samtals flettingar: 150911 Samtals gestir: 28917 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:44:28 |
Eldra efni
Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is