Þóra Guðrún Pálsdóttir

15.08.2008 13:10

Ótitlað

                        Tilkynning

 

Nú nýlega tók ég eftir því, að undir síðustu ferðasögu Arthurs  Gook hér á síðunni stóð orðið endir.

Nú hafa sumir ef tilvill haldið að þar með væri sögunni í heild lokið með heldur snubbóttum hætti.  Þetta kom til af því, að ég var að senda dóttur minni efnið með viðhengi svo hún gæti sett það á síðuna mína eins og hún hefur áður gert með þessa sögu.  Af því ég kann svo ósköp lítið á tölvu og það var langt síðan ég hafði sent bréf með viðhengi var ég hrædd um að það kæmist ekki allt til skila.  Setti því þetta orð endir undir, taldi mér trú um að ef hún gæti sagt mér að þetta orð hefði skilað sér þá mundi sagan öll hafa ratað rétta leið.  Þetta tókst en gleymdist að má orðið endir út.

Það er svo sannarlega kominn tími til að halda eitthvað áfram með söguna.

 Sagt var í gamla daga ef eitthvað gekk vonum verr, að það væri ekki einleikið.  Sama finnst mér um hvernig gengið hefur með seinnihluta sögunnar miðað við þann fyrri.

Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 1370
Gestir í gær: 389
Samtals flettingar: 123402
Samtals gestir: 24532
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:27:23

Eldra efni

Tenglar