Þóra Guðrún Pálsdóttir

30.12.2007 02:54

Bíllinn.

Bíllinn

Það leið ekki langur tími þar til okkur kom vel að hafa kynnt okkur möguleika á að nota strætisvagninn. Allt í einu fannst mér þegar ég steig á bremsuna í bílnum að hún vera breytt. Ég talaði um þetta við eiginmanninn og hann hafði tekið eftir þessu sama og bjóst við að bremsuborðarnir væru orðnir ónýtir. Það var nú frekar slæmt að missa bílinn svona rétt fyrir jólin en ég vildi það nú frekar, ef hægt væri að fá gert við hann. Það fannst mér ekki skemmtileg tilhugsun að aka á urgandi bremsum. Hann hringir svo á verkstæðið, og viti menn. Hann mátti koma með hann strax en átti að kaupa varahluti á leiðinni. Hann gat svo tekið strætisvagninn heim aftur

Nú vildi til að ég þurfti að koma pakka á pósthúsið. Stakk þá maðurinn uppá að biðja kunningja okkar að hlaupa undir bagga og aka mér. Mér finnst nú alltaf skemmtilegra að vera ekki að ónáða náunga mína fram yfir það sem nauðsýn ber til, þar sem ég vissi að ég ætti að geta komist þangað með strætisvagninum, ákvað ég heldur að taka þann kostinn. Þetta gekk allt eftir áætlun. Það kom stór vagn og ég fékk sæti strax. Um leið og ég fór inn spurði ég strætisvagnsstjórann hvar best væri fyrir mig að fara út ef ég ætlaði í pósthúsið. Þetta var mjög ungur maður að sjá og virtist ókunnugur því hann sagðist ekki vera viss hvar pósthúsið væri. Ég tók það ráð að setjast og sjá hverju fram yndi. Á einni stoppistöðinni vindur ungi maðurinn sér innar eftir bílnum, til mín og segir mér, hvar best sé fyrir mig að fara út. Það fannst mér mjög vel gert af honum.

Satt að segja var þetta nú æðilangt sem ég þurfti að ganga og byrðin seig í. Allt hafðist þetta nú af að lokum. Það kom í ljós að það þurfti að fá meiri varahluti í bílinn okkar, víst innan úr Reykjavík og reyndist meiriháttar viðgerð. Gott var því að geta bjargað sér í strætisvagninum á meðan.                                 

 

Flettingar í dag: 224
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 1370
Gestir í gær: 389
Samtals flettingar: 123402
Samtals gestir: 24532
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:27:23

Eldra efni

Tenglar