Þóra Guðrún Pálsdóttir

30.11.2007 23:42

Ættingja leitað

Ég hafði nýlega frétt af bókaflokknum hans Einars  Braga  "Þá var öldin önnur"  ´Hugsaði ég þá að þar gæti ég etv. kynnst einhverju ættfólki mínu sem ég hefði ekki áður fengið tækifæri til.  Ég lét því ekki lengi dragast að fara á bókasafnið og fæ bækurnar.  Kom þá í ljós að Einar  Bragi hafði fermingarvorið sitt ráðist að Sléttaleiti til Sveins  Einarssonar og Auðbjargar Jónsdóttur frænku minnar.  Þau voru þá nýbúin að kaupa jörðina og flutt þangað.

Á bls. 79 rakst ég á þessa frásögn, ,,Þau trúðu því Auðbjörg og Sveinn, að Guð mundi hjálpa þeim til að húsa upp bæinn, þegar honum þætti mál til komið.  Ég trúði ekki á þetta, þó að smíðanáttúra væri nokkur í ætt frelsarans, en var sannfærður um, að þau gerðu það engu að síður, af eigin rammleik.  En viti menn: einn góðan veðurdag ber tré eitt mikið á Sléttaleitisfjöru.  Heilan vetur voru hjónin að fletta því með stórviðarsög.  Þegar verkinu var lokið, reyndist viðurinn nægur í grind að nýju húsi, og það reistu þau.  Varð þannig báðum að trú sinni, þeim og mér, en þeim þó meira, því eiginlega varð vantrú mín sér til skammar í aðra röndina."                
Flettingar í dag: 77
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 125332
Samtals gestir: 24993
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:19:22

Eldra efni

Tenglar