Þóra Guðrún Pálsdóttir

20.11.2007 10:58

HJÁLPRÆÐISHERINN

HJÁLPRÆÐISHERINN

Þann fjórða nóvember 2007 auglýsti Hjálpræðisherinn sína fyrstu samkomu á fyrrverandi hersvæði á Miðnesheiði. Hann er nú að hefja starf á þessum stað. Okkur hjónin langaði að fara og fagna nýjum liðsauka í kristilega geiranum. Við vorum svo heppin að þekkja mann sem var kunnugur á svæðinu. Hringdum í hann og spurðum hvort hann ætlaði að fara. Hann hafði nú ekki verið að hugsa um það en ef við vildum fara sagðist hann skyldi ná í okkur, sem hann svo gerði. Við tókum með okkur fyrrverandi sambýliskonu okkar af Hringbrautinni. Það er að segja. Hún og hennar maður höfðu búið á hæðinni fyrir ofan okkur. Nú búum við í næsta húsi við hana og gluggar íbúðanna vita hvor móti öðrum. Eftir nokkra leit fundum við staðinn sem þau höfðu samkomu í. Það var skemmtilegur og bjartur salur með góðum stólum. En það munu nú ekki vera framtíðarhúsakynni fyrir Hjálpræðisherinn. Töluvert af fólki týndist að meðal annarra norsk hljómsveit svo og gospelkór sem Ester er byrjuð að æfa. Það er einmitt hún og hennar maður sem komin eru til að standa fyrir þessu fyrirhuguðu starfi.

Svo voru fleiri samankomnir til að fagna komu þeirra.

Ég reiði mig víst svo mikið á það sem er hið ytra og séð verður, saknaði þess að sjá ekki fleiri í búningi hersins. Hjá mér hvílir nú tiltrúin að svo miklu leiti á búningnum. Ég á góðar minningar um fólk sem gekk í þessum búningi. En hvað veit ég um hitt sem er öðruvísi klætt? Það á bara eftir að vinna mitt traust. Nú veit ég að vísu, að ekki var kristnu fólki í frumsöfnuðum gert að skyldu að skera sig úr með sérstöku fatasniði. Eitthvað var nú Páll samt að minnast á að konur ættu að vera sómasamlega klæddar en það var nú í þá áttina, að ofhlaða ekki líkami sína gulli og gersemum. Greinilega ekki allt verið fátæklingar sem aðhylltust trúna á þeim tíma.

Eftir að samkomu lauk, sneri fólk til sinna heimkynna samkvæmt venju og við þar á meðal. Úti fyrir var dimmt og spölur þangað sem bílarnir stóðu. Þegar við erum komin svo að segja að bílnum þá stíg ég útaf einhverjum kanti og kastaðist við það aftur yfir mig og kom svo niður á bakið. Ég meiddist ekkert sem hét í bakinu en hafði tognað í vinstri ökklanum og fann sár til í honum.

Gat nú samt haltrað að bílnum með stuðningi,eftir að vera hjálpað til að standa upp, svo það var nokkuð augljóst að ég var ekki brotin. Þegar bílstjórinn hafði skilað okkur heim og var kominn heim til sín, hringdi hann og ráðlagði mér að nota hvítkál við bólgunni í fætinum. Sagðist hann oft hafa reynt það á sjálfum sér og hefði reynst það vel. Barið það fyrst með kjöthamri til að ná út safanum.

Ég hafði nú heyrt þetta fyrr með hvítkálið svo ég var alveg til með að reyna það, enda varla viðeigandi að hafna ráði, gefnu af góðum hug, fyrst ég átti hvítkálið. Ég á hrærivél með góðum hnífi. Útlit hennar að öðru leiti gefur ekki mikil fyrirheit en ég er búin að eiga hana í mörg ár og hræra í henni kökur, kjöt og fisk (með því að brytja það, kjötið og fiskinn fyrst) svo ég taldi víst að hún myndi betri en kjöthamar. Hún skilaði líka sínu fljótt og vel. Ég setti kálsaxið svo í umbúðir og lagði við fótinn og lagðist til svefns. Sjálfsagt hefi ég tekið verkjalyf einnig. Ég gat alveg sofið um nóttina. Morguninn eftir var ristin að vísu bólgin en bólgan fór aldrei undir ilina. Ég komst alveg í reimaða skó og gat gert það sem ég þurfti. Farið til Aureyrar á fimmtudeginum. Marið er samt ekki horfið ennþá, þótt tólf dagar séu liðnir, en Það er á förum.

Flettingar í dag: 254
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 1370
Gestir í gær: 389
Samtals flettingar: 123432
Samtals gestir: 24545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 12:33:20

Eldra efni

Tenglar