Þóra Guðrún Pálsdóttir |
|
26.11.2006 21:46LjósiðBláa ljósið. Fimmtudaginn 23 nóvember stóð eftirfarandi fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins. ,,Bláar perur verða stöðugt algengari á almenningssalernum borgarinnar. Bláa ljósið fælir burt fíklana Eiturlyfjaneysla Stöðugt verður algengara að bláar perur séu settar í ljós á almenningssalernum til varnar gegn eiturlyfjafíklum. Þannig hafa bláar perur verið settar í ljósastæði á almenningssalernum á Slysavarðstofunni og í Sundhöll Reykjavíkur. Fíklarnir sjá ekki æðarnar í bláu ljósi. Ólafur þorgeirsson yfirlæknir á Slysavarðstofunni, segir að fíklarnir eigi erfiðara að sprauta sig í bláu ljósi en vörnin sé ekki hundrað prósent." Frásögnin um þetta bláa ljós sem hindrar fólk í verkum myrkursins minnti mig á þann sem sagði, :,, Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn. Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara: Orðið sem ég hefi talað verður dómari hans á efsta degi. Því ég hefi ekki talað af sjálfum mér, heldur hefir faðirinn, sem sendi mig, boðið mér, hvað ég skuli segja og hvað ég skuli tala. Jóh.12:46-49. Skrifað af Þóru Pálsdóttur Flettingar í dag: 233 Gestir í dag: 124 Flettingar í gær: 1370 Gestir í gær: 389 Samtals flettingar: 123411 Samtals gestir: 24536 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:49:25 |
Eldra efni
Tenglar |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is