Kæri Sigurd minn!
Ég óska þér ti hamingju með 12 afmælisdaginn sem var 24 nóvember. Mér þótti mjög leiðinlegt að gleyma honum. Ég var að vísu ekki heima í gærkvöldi en það er lítil afsökun þar sem þú átt bara eina ömmu á lífi og afarnir báðir dánir svo ekki hlaupa þeir í skarðið fyrir gleymna ömmu. Ég sendi þér hér bænaljóð eftir íslenska afann, ofurlitla uppbót af því þú kynntist honum aldrei. Það væri gaman ef þú gætir lært að lesa það upphátt á íslensku. Með kærri kveðju frá ömmu.
Ó, gef mér, Drottinn, ylinn elsku þinnar
að ylja þeim, er svíður lífsins frost,
að þerra votar, þrútnar tárum kinnar
á þeim, sem eiga lítinn gleði kost.
Ó, gefðu mér að elska auma þjáða,
sem illa líður, bera hryggð og kvöl,
að elska vilta, auðnulausa, smáða,
sem eiga við að stríða skort og böl
Ó, Drottinn Jesús, hugga sjálfur hrellda
og hlynn að veikum, lækna gegnum mig,
og styrk og reis á fætur marga felda,
sem fallhætt varð á skreipum lífsins stig.
S.G.J.