Þóra Guðrún Pálsdóttir

15.11.2005 17:32

Afmæli

Nú er kominn 15 nóvember.  Dóttir mín átti afmæli 12 og dótturdóttirin 13.  Þar sem þær eiga heima hinummegin á landinu og horfa út á Eyjafjörðinn komst ég ekki í afmæliskaffi til þeirra.  Það vildi samt svo vel til að okkur hlotnaðist ein afmælisveisla hér siðra á sama tíma, innanhúss meira að segja.  Húsbóndinn á efri hæðinni varð 90 ára 13 nóvember og okkur var boðið að líta upp á loftið í afmæliskaffi.

Ég hefi nú gengið innum sömu dyr og þessi hjón í næstum sex ár.  Svo langt sem mín þekking á innræti þeirra hefir komist á þessum tíma, hefi ég reynt þau að vera hjartahlýjar og sannkristnar manneskjur í breytni sinni.  Ýmsum kann nú að finnast að það séu engin umtalsverð tíðindi að við höfum getað gengið illindalaust út og inn um sömu dyr í nær sex ár, barnlaust fólk á þeim tíma!  Við séum jú öll fjögur yfirlýst kristin og eigum því að hlýða Krists boði en það er að finna hjá Jóhannesi í 13 kafla  34-35 versi.

,,Nýtt boðorð gef ég yður, að þér skuluð elska hver annan.  Á því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars".

 

Flettingar í dag: 81
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 125336
Samtals gestir: 24995
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:46:36

Eldra efni

Tenglar