Þóra Guðrún Pálsdóttir |
|
Blogghistorik: 2012 Nästa sida04.04.2012 19:26Blóm vaxa önnur deyjaÞað er nú orðið langt síðan ég hefi haft drift til að taka pennann. Ég verð nú annað hvort að taka mig á eða hætta. Það er nú af gæludýrunum að segja, að Ástareldarnir halda áfram að vaxa, hver í sínum potti og er farið að glitta í smá óútsprungna blómknappa á einum þeirra. Burknarnir halda áfram að vaxa. Þó er ég ekki alveg ánægð með þá , finnst þeir leggja allt í lengdina en finnst þeir hugsa minna um þversum blaðvöxtinn sem hefur svo mikið að segja uppá fegurðina. Friðarliljan er eðlilega heilbrigð að sjá. Svo keypti ég Hortensíu mest af því að mér fannst hún svo ódýr. Hún var í uppvexti með 4 blómbrúska sem enginn vissi hvernig yrðu á litinn. Ég lifði í voninni um að þeir yrðu bláir enda sagt í bókinni Trivsel med stueplanter að þeir gætu orðið það en því aðeins, að moldin væri blönduð með alominium sulfat Ég mundi aftur til minna unglingsára þegar ég dvaldi um tíma á Háteigsveginum hjá bróður mínum og mágkonu. Þá stóð á skrifborðinu hans Hortensía með undurfögrum og stórum og bláum blómbrúskum.
Þessi Hortensía heima hjá mér stækkaði nú líka, aðallega þó blómbrúskarnir sem voru í upphafi eitthvað út í grænan lit urðu hvítir og mjög fallegir en ég beið eftir bláa litnum. Ég hafði stjanað við hana og passað að hún hefði nóg vatn enda sagt í bókinni að hún gæti þurft vökvun tvisvar á dag. Einn daginn sá ég að henni var brugðið eins og hún hefði fengið slag. Henni versnaði sjúkdómurinn meir og meir. Seinast var ekkert eftir nema fimm blöð með litlu lífi og einn deyjandi blómbrúskur sem bíður sinnar aftöku. Þetta fannst mér nú heldur dapurt að missa helstu skrautjurtina úr hópnum. Það minnti mig á að meira þurftu margir foreldrar að reyna áður fyrr eða uppúr næstsíðustu Aldamótum, þegar fjöldi af ungu fólki og efnilegu var lostinn af berklaveikinni. Margir féllu, eða urðu ekki samir síðan. Þá varð mikil sorg á mörgum heimilum.
Á því tímaskeiði var berklahælinu á Vífilsstöðum komið á fót og seinna öðru á Kristnesi í Eyjafirði. Enn er hægt að rekast á fólk sem gekk í gegnum þetta erfiða tímabil. Ég held að fólk sem gengið hefur í gegnum mikla erfið leika, hafi oft meiru að miðla af lífsvisku. N/A Blog|WrittenBy Þóru Pálsdóttur
Antal sidvisningar idag: 408 Antal unika besökare idag: 3 Antal sidvisningar igår: 411 Antal unika besökare igår: 24 Totalt antal sidvisningar: 180715 Antal unika besökare totalt: 32569 Uppdaterat antal: 4.7.2025 02:48:41 |
Arkiv
Länkar |
© 2025 123.is | Registrera dig för 123.is | Kontrollpanel