Þóra Guðrún Pálsdóttir |
|
1909Laugardaginn annan í nýári 1909 er Arthur að ljúka við bréf til Bath. Florence var að hjálpa honum. Hann vildi leita sér ráðgjafar í ákveðnu máli og þar voru fleiri öldungar og honum reyndari sem færir væru að veita leiðbeiningar. Í vaxandi söfnuðum fara vandamál að láta á sér kræla. Fólk fæðist með misjafna eiginleika og er líka misfljótt að tileinka sér að fullu þá breytni sem Biblían boðar, þótt það hafi fæðst á ný. Hugsjónin virðist vera að söfnuður eigi að vera uppeldisstöð, líkt og heimili, og þar sem um Guðs börn er að ræða er oft kominn hærri stöðull á breytnina í huga hinna trúuðu og gengur líka út yfir systkini þeirra í trúnni. Páll segir líka í Efesus bréfinu að Kristur vilji leiða kirkjuna (þ.e.Guðs börn) fram fyrir sig í dýrð án þess að hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus (Efes.5: 25-27). Við lítum aðeins í dagbók Arthurs frá þessum tíma:
Þangað höfðu þau úr söfnuðinum verið að fara öðru hverju til samkomuhalds. Sjálfsagt þá fengið kirkjuna léða. Það virðist vera að ýmsir prestar hafi tekið Arthuri vel og lánað honum hús til að tala í þótt skírnaraðferð hans væri öðruvísi en tíðkast í Þjóðkirkjunni, að vísu ekki öðruvísi en var í fyrstu þegar Íslendingar samþykktu trúna á Alþingi fyrrum. Arthur fer með konu sína í reiðtúr 22. febrúar. Hún sat hestinn mjög vel og þau fóru út á háls gengt Möðruvöllum. Veðrið var skemmtilegt og vegurinn góður. Steingrímur læknir og kona hans komu í heimsókn 8. mars. "Mjög skemmtilegt kvöld" skrifar Arthur sem segist hafa gefið Steingrími eitthvert lesefni fyrir drengi á íslensku. Það virðist hafa skapast vinátta milli þeirra læknishjóna og trúboðshjónanna. Ekki er ólíklegt að Steingrímur læknir hafi verið viðstaddur fyrstu fæðinguna hjá Florence þó hvorki hans né ljósmóðurinnar sé getið í þessari fáorðu dagbók. Irene segir að móðir hennar hafi ekki náð sér til fulls eftir fyrri fæðinguna. Hún hafi verið veik í nýrum og veil fyrir hjarta.
Þegar Florence er orðin ófrísk í annað sinn aftekur Steingrímur að bera ábyrgð á því að hún fæði hér. Hún verði að fara út. Nú ákveða þau að fara út og nógu snemma. Þau leggja af stað með Vestu til Leith þann 10. maí. Dagana áður er Arthur mjög upptekinn við húsvitjanir. Hann virðist hitta eina tvo sem nýlega hafa fundið frelsarann. Annar þeirra hafði tekið ákvörðun nóttina áður og um þann þriðja áleit Arthur að hann hefði líka látið frelsast. Það virðist sem vakning hafi legið í lofti á þessum tíma. Enginn veit hvort allir sem menn álitu frelsaða voru búnir að reikna kostnaðinn og reiðubúnir til að greiða það sem krafist yrði þegar á reyndi í átökum ljóss og myrkurs hversdagsins sem á eftir færi. Sumir sýndu það. Þau koma til Leith 17. maí og til Balham þremur dögum síðar.
Eftir það er ekki mikið skrifað í dagbókina yfir þann tíma sem þau dvelja þar. Það er svo ekki fyrr en 11. ágúst sem lítil stúlka fæðist og allt gekk vel. "Hallelúja!" skrifar hann í dagbókina. Dóttirin sem fæddist þennan dag árið 1909 hlaut nafnið Irene Gook og er hún enn á lífi þegar þetta er skrifað (2006). Hún er vel ern og til marks um það má nefna að hún ók bíl sínum allt til haustsins 2005. Irene hefur áreiðanlega orðið þeim blessun sem hún átti samleið með um ævina (Þ.P.) Arthur fær bréf frá konu úr söfnuðinum á Sjónarhæð dagsett 29. ágúst. Þar stendur meðal annars:
Florence varð eftir á Englandi með barnið og 4. nóvember stendur í dagbókinni:
Þannig virðist fljótlegra að senda með landpósti en með skipi til Reykjavíkur, fyrst hann ætlar heldur að senda með landpósti. Arthur þarf að heimsækja marga eftir að hann kemur til Akureyrar, meðal annarra þær mæðgur Ólafíu og Soffíu sem áður er getið, en 10. nóv. er skírn. Þá eru þrjár konur skírðar og er Ólafía Einarsdóttir ein þeirra. Daginn eftir húsvitjar hann hjá þeim öllum. Þeim leið vel.
Á þessum tímum eru Arthuri að berast bréf frá fólki úr söfnuðinum. Það hefir dreifst víðs vegar. Sumt er komið út um land og sumt komið til Bergen í Noregi. Ein kona er í útbreiðslustarfi á Austurlandi. Það er sameiginlegt með þessum bréfum hvað kærleikurinn til Guðs og manna er ferskur, eins og oft er með nýfrelsuðu fólki. Það virðist heldur ekki vera tilfinningalega bælt því það þorir alveg að áminna hann sjálfan í kærleika. Hugsanlega hefur hann verið búinn að kenna þeim mikið um það að ótti við menn leiði í snörur, eða það hefur fundið hann sem jafningja sinn og bróður í raun og veru.
Arthur er einnig í nánu bréfasambandi við síra Sigurbjörn Á. Gíslason og þeir skiptast oft á bréfum vegna útgáfu Biblíunnar, sem er þeim báðum mikið áhugamál. Sigurbjörn skrifar 15. júlí 1909:
1910
Febrúar 6. sunnudagur:
Hann fær yndislegt bréf frá Florence 7. mars og 23. mars skrifar hann henni aftur. Þann sama dag fer hann á skíði með Jóhanni og á eftir fer hann í reiðtúr á Jo. Nú kemur langt hlé í dagbókinni en hér hefur auðvitað mörgu verið sleppt sem skráð hefir verið í dagbókina vegna þess að annars gæti orðið um ofmiklar endurtekningar á svipuðu efni að ræða.
Hinn 14. ágúst stendur í dagbókinni:
Ekkert um það meir. En í trúboðsblaðinu "Echoes of Service" árið 1910 eru fréttir frá Arthur Gook. Þar stendur ásamt öðru:
Ef þetta er Guðs vilji mun það komast í verk og Arthur biður um alvarlega fyrirbæn fyrir þessu í blaðinu. Eftir öllu að dæma hefir hún verið heyrð og þetta komist til framkvæmda. Þarna verið rekið um tíma afdrep fyrir sjómenn, í safnaðarhúsinu yfir sumarið.
Það liggur ekki ljóst fyrir hvenær Florence kom aftur til Íslands með barnið.
1911Þann 7. febrúar 1911
leggur Arthur af stað til Leith frá Íslandi. Hvort konan
var farin á undan er ekki alveg ljóst en hún fór til að fæða úti, því
hún fæðir þar son þann 9. mars. Allt gekk vel og hinn 10. apríl
er honum gefið nafnið Eric Arthur. Nú gefum við Irene orðið:
Þegar móðir mín verður ófrísk að bróður mínum sagði Steingrímur læknir að hún yrði að fara út til Englands, hún mætti ekki fæða hér. Svo við urðum að fara út. Hann er fæddur í London og þetta gekk allt ágætlega. Við komum aftur á dönsku skipi til Íslands. Ég man nú ekki svo mikið eftir því sem skeði, nema í matsalnum einu sinni. Þá var ég að treina mér súpuna mína af því mér fannst hún svo góð en svo var hún tekin áður en ég var búin. Þetta man ég.
Flettingar í dag: 16 Gestir í dag: 3 Flettingar í gær: 309 Gestir í gær: 23 Samtals flettingar: 150380 Samtals gestir: 28856 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 03:57:58 |
Tenglar |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is