Þóra Guðrún Pálsdóttir

Formáli að bók um Arthur Gook

Fljótt frá sagt, fékk ég áhuga á að kynna mér heimildir um Arthur Gook trúboða sem kom til Íslands árið 1905. Hann settist að á Akureyri og starf hans um rúmlega hálfrar aldar skeið, í víngarði Drottins, var helgað okkar þjóð og landi. Heimildirnar eru fengnar úr Norðurljósinu, frá Sæmundi starfsmanni hans, dagbók, eða öðrum heimildum frá dóttur hans Irene, úr bréfum hans og því sem hann hefur sjálfur skrifað í Norðurljósið. Einnig kemur vitnisburður frá Jóhönnu Jóhannsdóttur.

Mér hefur verið ráðlagt að láta rithátt halda sér nákvæmlega á því sem tekið er beint uppúr prentuðu máli. Hið sama hefi ég látið gilda að mestu með sendibréfin eða það sem tekið er upp úr þeim. Auðvitað hefur ritháttur breyst og z t. d. fengið að liggja ýmist innan eða utan dyra hjá þjóðinni eins og hundarnir á heimilunum. Um heimildir er það að segja, að það er yfirleitt augljóst hvers er hvað, nema e.t.v. ekki alltaf skýr skil milli minnar frásögu og fyrri mannsinns míns Sæmundar G. Jóhannessonar. Mér hefur stundum fundist passa að skjóta inn fyllri heimildum, ef ég hefi haft þær í höndum, án þess að merkja mér þær sérstaklega.

Trúboð þessa manns, Arthurs Gook, varð mér til blessunar sem ungri stúlku í afskekktri sveit á Suðausturlandi og þess vegna vil ég með þessari samantekt heiðra minningu hans. Það er bara fyrsti hluti bókarinnar sem birtist hér, framhaldið kemur vonandi smátt og smátt. Gerið svo vel að lesa.

Þóra G. Pálsdóttir.

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1370
Gestir í gær: 389
Samtals flettingar: 123215
Samtals gestir: 24431
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:28:52

Tenglar