Þóra Guðrún Pálsdóttir

15.04.2010 21:56

Ótitlað

                                                Fagur  sumardagur

Ótölulegur fjöldi grasmaðka er  komast á legg í túninu á Rauðabergi. Þeir hamast við að éta grasið sem á að vera aðalfæða mjólkurkúa heimilisins í vetur. Mjólkin er ein af aðalfæðutegundum heimilisfólksins svo þetta  horfir ekki vel fyrir fjölskyldunni ef hún vissi  hvað væri að gerast en hún veit ekki neitt um það. Átvöglin nota hvorki diska né hnífapör og ekkert glamur heyrist. og enginn veit að vetrarforði kúnna sé í hættu Skapari allrar fæðukeðjunnar og allra átvaglanna sá að við svo búið mátti ekki standa. Þótt að vinnukonustéttin á Íslandi megi heita alveg útdauð stétt, þá átti skaparinn alveg urmul af vinnukonum til að senda og stoppa veisluna hjá grasmöðkunum. Það voru kríurnar sem fengu boðsbréf í maðkaveislu. Þær urðu svo himinglaðar og þjöppuðu sér vel saman í einn ósigrandi, argandi og gargandi innrásarher. Þær voru alveg tilbúnar að taka í lurginn á hverjum sem dirfðist að valda ónæði.


Heimiliskötturinn hafði fengið sér göngutúr út á tún og upp í Grjót, sem svo voru kölluð, þar sem túnið lág næst fjallinu.

 Hann hafði fullan rétt á því. Þetta var nú hans tún því hann var jú einn af fjölskyldunni og hafði sitt heimilisfang á þessum bæ. Kríurnar höfðu ekki heimilisfesti á Rauðabergi en það var stutt fyrir þær að skreppa. Ég hugsa að þær hafi haft einhverja ömun af því, að kötturinn skyldi líka vera boðinn í veisluna. Kríur eru þannig að þær eru fljótar að hóta, öllum kvikindum á svæðinu stríði, og eins og inngróið í þær að enginn megi við margnum. Kötturinn trúi ég hafi hugsað í sínum rólegheitum, að gaman væri nú að fá nýjan kjötbita milli tannanna. Þótt það væri ekki búið að segja hann til sveitar, þá er nú alltaf skemmtilegra hjá sjálfum sér að taka og kjöt var ekki dagleg fæða. Hann gat nú líka verið snöggur og hremmdi einn óvininn sem hafði hætt sér of nálægt. Sjálfsagt hafði krían ekki komið svo nærri aðeins til að skoða upp í köttinn, heldur til að sýna honum í tvo heimana, geri ég ráð fyrir. Það óðu nú ekki fleiri ofan í hann, í það skiptið. Þetta var nóg í máltíð og vel það. Kríurnar hafa líka farið saddar og sælar úr boðinu og vetrarforða kúnna var borgið.

 

Flettingar í dag: 260
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 552
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 85831
Samtals gestir: 17811
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 04:05:06

Eldra efni

Tenglar