Þóra Guðrún Pálsdóttir

Færslur: 2005 Nóvember

28.11.2005 00:59

Hugarhik

Ég kenni mönnum hugarhik

og helst að sinna öngu,

Því kann margur hin þöglu svik

að þegja við öllu röngu.

Höfundur ?

25.11.2005 20:34

12 ára afmæli.

                                 Kæri Sigurd minn!

Ég óska þér ti hamingju með 12 afmælisdaginn sem var 24 nóvember.  Mér þótti mjög leiðinlegt að gleyma honum.  Ég var að vísu ekki heima í gærkvöldi en það er lítil afsökun þar sem þú átt bara eina ömmu á lífi og afarnir báðir dánir svo ekki hlaupa þeir í skarðið fyrir gleymna ömmu.  Ég sendi þér hér bænaljóð eftir íslenska afann, ofurlitla uppbót af því þú kynntist honum aldrei. Það væri gaman ef þú gætir lært að lesa það upphátt á íslensku.  Með kærri kveðju frá ömmu.

Ó, gef mér, Drottinn, ylinn elsku þinnar

að ylja þeim, er svíður lífsins frost,

að þerra votar, þrútnar tárum kinnar

á þeim, sem eiga lítinn gleði kost.

 

Ó, gefðu mér að elska auma þjáða,

sem illa líður, bera hryggð og kvöl,

að elska vilta, auðnulausa, smáða,

sem eiga við að stríða skort og böl

 

Ó, Drottinn Jesús, hugga sjálfur hrellda

og hlynn að veikum, lækna gegnum mig,

og styrk og reis á fætur marga felda,

sem fallhætt varð á skreipum lífsins stig.

                              S.G.J.

 

 

23.11.2005 23:12

Staðreynd

Sá sem breiðir yfir bresti

eflir kærleika,

en sá sem ýfir upp sök,veldur

vinaskilnaði.

15.11.2005 17:32

Afmæli

Nú er kominn 15 nóvember.  Dóttir mín átti afmæli 12 og dótturdóttirin 13.  Þar sem þær eiga heima hinummegin á landinu og horfa út á Eyjafjörðinn komst ég ekki í afmæliskaffi til þeirra.  Það vildi samt svo vel til að okkur hlotnaðist ein afmælisveisla hér siðra á sama tíma, innanhúss meira að segja.  Húsbóndinn á efri hæðinni varð 90 ára 13 nóvember og okkur var boðið að líta upp á loftið í afmæliskaffi.

Ég hefi nú gengið innum sömu dyr og þessi hjón í næstum sex ár.  Svo langt sem mín þekking á innræti þeirra hefir komist á þessum tíma, hefi ég reynt þau að vera hjartahlýjar og sannkristnar manneskjur í breytni sinni.  Ýmsum kann nú að finnast að það séu engin umtalsverð tíðindi að við höfum getað gengið illindalaust út og inn um sömu dyr í nær sex ár, barnlaust fólk á þeim tíma!  Við séum jú öll fjögur yfirlýst kristin og eigum því að hlýða Krists boði en það er að finna hjá Jóhannesi í 13 kafla  34-35 versi.

,,Nýtt boðorð gef ég yður, að þér skuluð elska hver annan.  Á því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars".

 

13.11.2005 05:11

Hrefna Sæunn Einarsdóttir

Hrefna mín, þú sem ert afmælisgjöfin hans afa þíns. Ég óska þér til hamingju með afmælið.Vonandi lendi ég ekki í klandri með tölvuna eins og þegar hún átti að vera mér innanhandar,við að senda mömmu þinni boð. Ég varð bara skelfingu lostin er ég sá að hún var búin að klóna bréfið. Ekki bað ég hana að klóna bréfið. Ég ætlaði alls ekki panta tvíbura. Hún gerir svo margt þesi tölva útfrá símum eigin smekk. Mér tókst þó, þrátt fyir litla kunnáttu, að eyða annari færslunni og þá var þetta í lagi. Svo fór ég að sjá í huganum að orðið lítilsigldur ætti ekki að vera með ypsiloni en þá var það of seint. Hér kemur kveðja frá afa. Þótt vissi ég allt sem vitað maður fær,og vísdóm heimsins drykki sem mig lysti ég yrði sannri visku ei vitun nær ef veittist mér ei þekkingin á Kristi. Þótt semdi ég leikrit, sögur, fögur ljóð og sæmdur æðstu skáldfrægð lífið missti, Mig stoðar ekkert hrós frá heilli þjóð, ef hlotnast mér ei þekkingin á Kristi. Höf:S.G.J. Mikið væri gaman að koma í kaffi á morgun. Það verður allt að vera í þykjustunni. Góð nótt segir amma.

12.11.2005 22:28

     Til afmælisbarnsins.

Ég ætlaði að senda þér ljóð en komst ekki feti lengra þegar tvö erindi voru komin á skjáinn. Ég ætlaði að geta um höfundinn svo enginn haldi að það sé ég.  Það er Bjarkey Gunnlaugsdóttir og svo er eitt erindi eftir.  Allt tölvunni að kenna, hún stóð á sér eins og brúna merin okkar heima í sveitinni þegar ég var barn. Hún var stöð eins og tölvan og vildi stundum ekkert gera fyrir litla stelpu, af því hana langaði sjálfa til að vera að skemmta sér með hinum hestunum í stað þess að hlýða svo lítilsygldum yfirboðara.

Er manni kannski ekki leyfilegt að skrifa langt mál á bloggsíðu? Nú segir hún mér að vista og þá verð ég aðhætta. Kær kveðja frá mömmu

12.11.2005 21:28

12 nóvember

     Þakkar og bænastef

Drottinn Guð ég þakka þér

þessi börn sem gafstu mér.

Veit þeim náð að þekkja þig,

þinn að ganga lísins stig.

 

Veit þeim líka vernd og skjól.

Ver hjá þeim er hnígur sól,

einnig þá hún aftur rís.

Eilíf sé þeim blessun vís.

 

 

 

 

 

09.11.2005 11:33

Heilræði. Orðskv.27:14.

Hver sem blessar náunga sinn snemma
morguns með hárri raustu,
það skal metið við hann sem 
      formæling.
 
  • 1
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 175
Gestir í gær: 95
Samtals flettingar: 79941
Samtals gestir: 16638
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 13:52:35

Eldra efni

Tenglar