Þóra Guðrún Pálsdóttir

29.04.2009 15:14

Ótitlað

                        Dagur eftir kosninganótt.

 

Dagurinn hófst hjá mér við það að maðurinn minn opnaði útvarpið fyrir fréttum.  Jæja hugsaði ég.  Þá er klukkan orðin 8. Ég þarf ekki að mæta hjá sjúkraþjálfara fyrr en klukkan 9. Þá þarf ég ekki fram úr strax en svo lít ég á klukkuna og sé að hún er aðeins 7. Skrítinn fréttatími hugsa ég. Ég hélt að hann væri ekki fyrr en      kl.8. Ég er ekki vön að vakna svona snemma. Annars var þetta kosninganótt, verið að telja atkvæði, og ýmsir hafa ekki getað sofið af æsingi en aðrir af gleði yfir unnum sigrum.  Jóhanna og Steingrímur eru svo sæl yfir sínu fyrra hjónandi að nú vilja þau endilega endurnýja það. Þau þurfa hvorki  að spyrja kóng né prest. Þau fengu svo mikið fylgi að þau geta alveg ráðið þessu sjálf. Þetta er nú samt frekar snúið fyrir Steingrím sem hefur eflaust fengið mörg atkvæði út á sitt fussum svei við Evrópubandalaginu.

 

 Ég sat heima á kjördegi, vissi ekki alveg hvort Steingrími væri treystandi, en Jóhanna, sem þekkir hann betur en ég, er vongóð um að geta leitt hann með lægni sína leið, ekki mína.  Ef þetta tekst hjá henni og verður til farsældar, þá finnst mér að ætti að ráða Jóhönnu sem yfirhjónabands ráðgjafa í þessu landi  til að tala á milli alvöruhjóna, sem lent hafa í óyfirstíganlegri kreppu, því þar þarf svo sannarlega á afburðafólki að halda, sem fengið hafi góða æfingu á Alþyngi við að yfirtala fólk. Skilnaðartíðnin er fyrir löngu orðin svo óheyrilega há í þessu landi.

,,Verði ríki sjálfu sér sundurþykkt, fær það ríki ekki staðist, og verði heimili sjálfu sér sundurþykkt fær það heimili ekki staðist".Matt 3.24.

 

Annars er nú meira hvað fólk ætlast til mikils af þessum ráðherrum, ríkisstjórn og þingmönnum, því finnst þeir aldrei vera að gera nokkurn skapaðan hlut

Ég er svo viss um að þeir hafa oft verið kúgaþreyttir að kvöldi og ef til vill ekki getað sofnað fyrr en undir morgun af áhyggjum af þjóðarhag. Það kann nú að þurfa meira enn eitt lárétt pennastrik til að bjarga öllum heimilum í landinu. Fólk vill bara hafa kjörna  menn og konur, sem mæta erfiðleikum með því að segja, hókus pókus og þá séu þeir úr sögunni. Páll postuli segir að við eigum að biðja fyrir þeim sem hátt eru settir til þess að við fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í guðsótta og siðprýði. Þetta er gott og þóknanlegt Guði, frelsara vorum, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 244
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 552
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 85815
Samtals gestir: 17808
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 03:38:34

Eldra efni

Tenglar