Þóra Guðrún Pálsdóttir

13.11.2007 23:54

13 nóvember

Hrefna  Sæunn  Einarsdóttir.  Til hamingju með afmælisdaginn.  Það var nú með naumindum að þú fengir afmæliskveðju á netinu því það var ekki neitt netsamband í tölvunni í morgun.  Ég var svo heppin að ná í tölvufræðing í dag, svo nú er þetta komið í lag.

Ég var að sauma gardínur, ef til vill er betra að segja gluggatjöld, Afi þinn hefði nú viljað hafa almennilega íslensku á því.  Ég var orðin svo þreytt í bakinu, svo ég varð að leggja mig til að láta þreytuna líða úr áður en ég settist við tölvuna.  Nú á ég bara eftir að setja fyrir einn glugga.  Ég ætla að býða til morguns að hengja þessar upp. 
Ég er nýbúin að fara norður.  Það var verið að jarða Petreu  Konráðsdóttur ljósmóður sem var bróðurdóttir pabba þíns.  Mamma þín fór með mér í kirkjuna. Það var bara margt fólk.
Ég vona að Guð gefi þér góða heilsu til að takast á við námið svo þú náir hinu þráða marki.  Vertu Guði falin, sagði gamla fólkið í bréfum sínum þegar ég var ung, eða svo minnir mig.
Þess óska ég þér.  Þín amma Þóra.

Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 85517
Samtals gestir: 17778
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 19:19:01

Eldra efni

Tenglar