Þóra Guðrún Pálsdóttir

15.11.2006 22:07

Afmælisóskir

Kæru afkomendur sem hafið átt afmæli nýlega.  Mig langar að færa ykkur síðbúnar afmælis óskir.  Suma hefi ég haft samband við.  Nöfnin eru eftir röð í mánuðunum.  Fyrst er þá sonardóttirin Sara 2. október, þá faðir hennar 6 október og yngri dóttir hans Anna 27 okt.  Þessi búa í Danmörku. Næst kemur dóttir mín Guðný sem býr á Akureyri.  Hún á afmæi 12 nóvember og dagin eftir 13 nóv. rekur lestina Hrefna Sæunn sem dvelur nú sem námsmaður á fyrsta ári úti í Danmörku.  Með afmælis óskunum sendi ég ykkur lítið ljóð sem  heitir,

                        Trúfastur vinur

      Ég á þann vin, sem aldrei brugðist hefur,

      sem alltaf stöðugt hefur reynst mér trúr,

      er hjálp og styrk í hverri raun mér gefur

      og hrifið fær mig hverri freisting úr.

 

      Hann annast mig svo ástúðlega blíður.

      í elsku hans og náð er sál mín þyrst.

      ,,Ó, komið til mín allir ", blítt hann býður,

      _Hver betri átti vin en Jesúm  Krist?

 

      Og, vinur þinn nú vill hann einnig vera

      að vernda þig og styðja lífs á braut.

      Hann fyrir þig vill hverja byrði bera

      og bæta hverja sorg og lífsins þraut.

                              S.G.J.

      Kær kveðja Þ.G.P.

 

 

Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 552
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 85757
Samtals gestir: 17799
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 00:34:19

Eldra efni

Tenglar